Snæbjörn Arngrímsson er fæddur í nóvember árið 1961.
Fyrstu æviárin bjó hann á Odda á Rangárvöllum en flutti til Reykjavíkur árið 1964.
Hann varð stúdent frá MH árið 1980.
Stundaði nám í sálfræði og bókmenntum við Háskóla Íslands.
Samhliða námi stofnaði Snæbjörn bókaforlagið Bjart og hóf síðar einnig bókaútgáfurekstur í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og tók þátt í að setja á laggirnar forlögin Hr. Ferdinand (Danmörk og Noregur), C&K forlag (Danmörk), Don Max (Danmörk) og Weyler forlag (Svíþjóð). Síðla árs 2017 seldi Snæbjörn hlut sinn í forlagsstarfseminni, hætti bókaútgáfu og sneri sér að ritstörfum
Fyrsta frumsamda bók Snæbjörns var barnabókin Rannsóknin á leyndardómum Eyðihússins.
Bókin hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2019, var tilnefnd til Bóksalaverðlaunanna og einnig tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar.
Önnur bókin í bókaflokknum um Millu og Guðjón G. Georgsson kom út þann 8. október 2020, Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf. Bókin hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2021.
Sú þriðja heitir Handbók gullgrafarans og kom út í október 2021.
Þann 10. október 2022 kom út spennusagan: Eitt satt orð.
Snæbjörn hefur auk þess verið virkur þýðandi og þýtt á annan tug bóka m.a. Paul Auster, Magnus Mills, Janosch, Dan Brown, Samuel Bjørk, Keigo Higashino, Hjorth Rosenfeldt …