Óman, Ad Dakhiliyah. Bækurnar við sundlaugina

Enn er ég upp í hinum arabísku fjöllum. Við höfum bækistöð á ágætis hóteli. Hér er sundlaug og héðan er útsýnið fallegt. Maður getur nú ekki farið fram á miklu meira. Við höfum farið í stutta túra útfrá hótelinu, skoðað litlu fjallabæina hér um kring og gengið þar um. Í dag stoppuðum við við lítinn bæ þar sem fyrir einhverja töfra eru ræktaðar rósir, sem notaðar eru sem krydd í mat og te og til að framleiða rósavatn. Hér er nánast ekkert vatn, bara urð og grjót en bæjarbúum hefur tekist að byggja ótrúlega velúthugsað áveitukerfi þar sem vatni úr eyðimerkurvin er veitt í gegnum rósaakarana. Allt ilmar af rósum. Uppúr og niðrúr er rósailmur en maður sér nánast enga af íbúum þrorpana. Þeir halda sig innandyra í hitanum.

IMG_9420

En hér við sundlaugina á hótelinu eru um það bil 30 til 40 gestir. Ég hef (eins og svo oft áður) gert það að leik mínum að spotta hvaða bækur fólk er að lesa við sundlaugarbakkann.

Hér er listinn:
Juhmpa Lahiri. The Namesake
James Patterson: (sá ekki titil)
Anthony Doerr: All the Light We Cannot See
Ian McEwan: Sweet Tooth
Jessie Burton, The Muse
Kate Atkinson: A God in Ruins
Joel Dicker. The Truth about Henry Quebert Affair
Ellena Ferrante: Frammúrskarandi vinkona (á þýsku)
Bill Bryson: One Summer. America 1927
Wilbur Smith. (sá ekki titil)

Svo les fólk af iPad og Kindle, ég get ekki séð hvaða bækur eru á skjánum.

Þetta er síðasti dagurinn í fjöllunum. Á morgun keyrum við til baka til Múskat og svo fljúgum við heim á mánudaginn. Yo.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.