Argentína, Buenos Aires. Af svölunum

Í Buenos Aires keyra strætóarnir með gardínur fyrir rúðum. Sennilega vegna hitans. Í Buenos Aires eru strætóarnir auk þess sérstaklega háværir. Hávaðinn er ærandi, einkum í hægagangi. Að öllum líkindum eru mótorarnir gamlir og slitnir. Ég tek líka eftir því að löggubílarnir eru búnir aukastuðurum, 40 sentímetra þykkum gúmmístuðurum bæði að aftan og framan. Kannski vegna þess að glæpamennirnir hér keyra á löggubílana eftir að hafa framið glæpi sína. Öllu þessu tek ég eftir þegar ég stend á svölunum á annarri hæð og horfi niður götuna, Avenue Caseros.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.