Espergærde. Afhverju setur maður ekki egg í ísskáp.

Laugardagur og ég hef ákveðið að taka mér hlé í dag. Ég ætla ekki að gera annað en að lesa, horfa á fótbolta, elda mat og ganga. Það er mitt hlé. Það freistar mín að setjast við tölvuna og vinna í dag en nú þegar klukkan er nákvæmlega 14:00 á laugardegi og leikur Arsenal og Burnley er í fullum gangi læt ég sem tölvan mín sé ekki til, ég læt sem verkefni mitt sé ekki aðkallandi, ég læt sem ég hafi ekki áhuga á fótboltaleiknum sem sýndur er í sjónvarpinu.

Ég klæðist adidas-skónum mínum. Tek fram hina þráðlausu Senheizerhátalarana sem ég er svo stoltur af að eiga. Ég ætla að arka út í regnið og hlusta á hljóðbók á meðan ég geng út í hinni dönsku náttúru, út á engin, milli akrana, eftir skógarstígunum. Ég segi ekki orð á göngu minni, ég tala ekki við neinn nema ég hitti hina erótísku skáldkonu sem svo er áhugasöm um við spjöllum saman um mannlega náttúru þegar við hittumst eða ef á vegi mínum verði hinn Biblíufróði hundaeigandi sem leitast eftir að tala við mig. Sennilega nota ég því ekki munninn, spara tunguna næstu tímana. En eyrun hlusta. Og auðvitað nota ég fæturna til að ganga.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.