Ég er kominn heim eftir afmælisveisluna miklu inn í Kaupmannahöfn í gær. Þetta var ekta karlmannaveisla; bjór og snafs drukkinn með dönskum mat; síld, svínakjöt lax, kjúklingur … Og veislan dróst á langinn; ég reiknaði út að hún hafi tekið 12 tíma. Ég held að sumir af félögum mínum sem voru í veislunni hafi það frekar skítt í dag. Það á ekki við mig; ég er stálsleginn enda lét ég snafsana eiga sig. Þetta var hin ágætasta veisla.
Ég var að lesa The Guardian í morgun og hnaut um þessi ummæli breska skáldsins Ted Hughes: „Góð barnabók er jafn mikilvæg og önnur bókmenntaverk ef ekki mikilvægari. Ef maður les og hrífst af góðum sögum sem barn aukast líkurnar á að maður verði bókaormur þegar maður eldist eða kannski rithöfundur eða einhvers konar listamaður. Eitthvað verður að gera.“ Er þetta ekki alveg rétt? Jú. En hvað getur maður gert?