Espergærde. Hvað frábært geri ég þá?

Ekki veit ég hvað hefur komið yfir mig. Kannski ekki annað en að ég er orðinn hálfbrjálaður á þessari einangrun. Hér eru allir innandyra og maður hittir enga. Enski vírusinn herjar á Norður-Sjáland og það hefur skotið fólki skelk í bringu. Í mér – það er að segja inni í mér – geisa stormar. Mér líður eins og ég hafi drukkið sundlaug af kaffi, allt suðar og sýður innan í mér og einbeitingin er ekki í lagi. Hvað frábært geri ég þá?

Hvað frábært geri ég þá? Ég held áfram að lesa í Nýja testamentinu og ég læri: elskaðu óvini þína, vertu auðmjúkur og lítillátur og ekki gorta af ölmusugjöfum þínum og öðrum afrekum. Allt þetta sem virðist vera svo erfitt í fjarveru Guðs og í samfélagi þar sem hver hefur sína básúnu til að blása í til að vekja athygli mannanna á ætluðum eigin glæsileik og göfugmennsku.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.