Ég átti leið fram hjá bókasafninu hér í Espergærde í gær. Fyrir utan safnið stóð hópur barna, skólabekkur, sennilega 8-9 ára.
„Hó, Zlatan! Hæ!“ hrópar einn af drengjunum í hópnum og vinkaði til mín.
„Hæ,“ sagði ég án þess að vita hver drengurinn var. Sennilega einn af þeim sem æfa fótbolta með sama fótboltafélagi og ég. Þar þekkja mig allir sem Zlatan.
„Hver er þetta?“ spyr stelpa sem stendur við hlið drengsins.
„Þetta er Zlatan. Hann kemur frá Svíþjóð alveg eins og “den ekte”.“
