Reykjavík. Að alast upp á bókasafni.

Um daginn varð ég vitni að samtali eins sona minna, sem er núna 12 ára, við einn af vinum sínum. Þeir sátu inni í stofu og voru eitthvað að vesenast með símana sína, fíflast og spjalla. Allt í einu segir einn vinanna við son minn:
„Hvernig er að alast upp á bókasafni?“
„Á bókasafni?“ sonur minn horfir undrandi á drenginn.
„Já, er þetta ekki bókasafn? Það er allt út í bókum hérna.“

Eiginlega uppgötvaði ég þarna að sennilega er ekki sérlega margar bækur að jafnaði á heimilum og það er hið óvenjulega að hafa margar bækur í hillum.

Nú fer ég út í flugvél og flýg til NYC. Yo!

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.