Espergærde. „Ég er nákvæmlega jafnstór og Lolita.“

Það tekur hana tíu ára að skrifa eina skáldsögu og hún hefur samið þrjár. Þann 24. apríl setur hún lokapunktinn, (með tíu ára millibili), hún er ekki á Facebook, hún tístir ekki á Twitter, það eru til fáar ljósmyndir af henni, hún veitir sjaldan viðtöl en samt er hún fræg og bækur hennar seljast í milljónaupplagi.

Ég segi frá þessu hér þar sem ég er að lesa bók Donnu Tartt The Secret History. Þetta er flott nafn: Donna Tartt (sérstaklega t-in tvö í lokin). Hún er pínulítil (1,52 cm) og mjó (45 kg). „Ég er nákvæmlega jafnstór og Lolita,“ sagði hún einu sinni í viðtali. Donna Tartt skrifar bækur sínar með penna á blað. Hún býr á afskekktum stað langt upp í sveitum Virginia. Hún snerist til kaþólskrar trúar á fullorðinsárum (eins og Laxness) „Trúin er grundvöllur þess sem ég skrifa og trúin er drifkrafturinn, það sem fær mig til að skrifa.“

Ég veit ekki af hverju ég hef aldrei lesið fyrstu bók Donnu The Secret History, sem kom út árið 1994. Ég las Goldfinch (sem kom út árið 2014) fyrir nokkrum árum, það þótti mér frábær bók og hún situr enn í mér. Því á ég erfitt með að skilja að ég hafi fyrst nú stokkið á The Secret History. En útgáfa bókarinnar voru stórfréttir í bókmenntaheiminum á sínum tíma. Strax og Donna lagði inn nær sjö hundruð síðna langt handriti inn hjá forlagi sínu var ljóst að bókin yrði metsölubók. Forlagið borgaði 450.000 dollara í fyrirframgreiðslu og allt var gert til að bókin fengi þá athygli sem forlagið taldi að bókin ætti skilið. Höfundurinn sjálfur hélt sig eins mikið baksviðs og hún komst upp með það. Einmitt þetta varpað þessari eftirsóknarverðu dularfullu áru yfir bæði bók og höfund.

Hvað um það. Mér datt þetta bara í hug í tilefni þess að ég er að lesa fyrstu bókina hennar Donnu.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.