Espergærde. Fjársjóður.

Í garðinum hjá nágranna mínum fylgist ég með stóru tré – ég þekki ekki tegundina – smám saman taka á sig grænan laufskrúða. Það er að komið vor hugsa ég, þegar ég stend á nærbuxunum út á svölum við sólarupprás og virði þetta fína tré fyrir mér.

Annars var ég líka að velta fyrir eftir að margir höfðu bent mér á þátt Veru Illugadóttur um hinn mikla bókaþjóf sem bjó (hann er dáinn) hér í Espergærde, hvort hann hafi líka verið nágranni minn. Hann stal bókum fyrir milljarða og 1800 af hinum stolnu bókum fundust á heimili hans en restin mörg þúsund verðmætar bækur hafa aldrei fundist. Og það eru mjög verðmætar bækur.

Kannski liggja þær hér í bænum, bækurnar – þessi mikli fjársjóður. Kannski ætti ég að fara í fjársjóðsleit.

ps. Svo gerist svolítið nýtt. Ég hef ákveðið að fara út að hlaupa í dag. Ég hef ekki farið út að hlaupa í marga mánuði. Ég hef bara gengið og spilað tennis.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.