Hvalfjörður. Hringferð

Undanfarna tvo daga hef ég verið á svokölluðu „road trip“. Við yfirgáfum Hvalfjörðinn snemma sunnudags og stefndum á Stykkishólm og Snæfellsnes og þar hef ég verið á ferðinni alveg þangað til nú þegar komið er kvöld í Hvalfirði á mánudegi. Þetta var gott ferðalag og ég hitti fjöldann allan af góðu fólki á leiðinni, bæði frá Íslandi, Ítalíu og Tékklandi. Ég hitti hesta, kindur og kött. Allt var gott.

Eiginlega var það Grundarfjörður sem kom mér mest á óvart í ferðinni, ekki beint þorpið heldur heildarmyndin; þorp og náttúra. Grundarfjörður liggur svo fallega með Kirkjufellið yfir sér, með sjóinn og öll hin fjöllin allt um kring.

ps. Ég hitti ungan Ítala sem afgreiddi á litlu kaffihúsi á Grudarfirði. Hann sagði mér að hann hefði búið í þorpinu síðustu 8 ár. Hingað hefði hann komið að áeggjan pabba síns sem fékk alla stórfjölskylduna til að koma, afa, ömmu, konu, kærstur og börn. „Ísland er paradís,“ sagði ungi maðurinn sem hafði búið alla sína æfi á Ítalíu, fyrst á Sikiley og svo í Torino. Hann hefur rétt fyrir sér: Ísland er paradís.

pps. ég var hvattur til að leysa þraut á ferðinni; klifra upp fjall án þess að líta til baka og svo framvegi og þegar ég kæmi á ákveðinn stað átti ég að horfa í austur og ég hefði þrjár óskir. Ég var algjörlega óviðbúinn að þurfa að hugsa upp þrjár óskir svo það sem kom fyrst upp í huga mér urðu óskirnar þrjár. Það yrði gaman ef þær rættust en það kom sjálfum mér á óvart hvað kom upp í óskahólf hugans.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.