Espergærde. Parísardvölin endurtekin

Ég fór ekki í jóga í morgun. Ég ákvað að nota frekar tímann í dag til að losa mig undan verkefnum frá Politikens forlagi. Síðustu handtökin vona ég, einn dagur enn og svo er ég laus! Þess vegna sit ég sveittur fyrir framan tölvuna mína núna og keppist við.

Ég er að spekúlera í að fara til Parísar í eina viku í lok nóvember þar hef ég afdrep í svokallaðri Batman-íbúð. Í fyrra, líka í nóvember, var ég í þessari íbúð í eina viku og vann að hrikalega fyndnu verkefni. Allt fór úr böndunum. En það var þess virði. Ég gleymi til dæmis ekki þegar ég átti von á Wayne Rooney til mín og manninum sem kom og spurði eftir frú Gerrard. Ég var að springa úr hlátri þegar ég skrifaði þær dagbókarfærslur. 

Í ár hef ég annað verkefni og ég hafði hugsað mér að endurtaka leikinn frá Parísardvölinni í fyrra.

Eftir allt saman getur verið að við förum af stað til Afríku í nótt. Við höfum að vísu engan dvalarstað og enn er óvissa á mörgum sviðum. Við tökum ákvörðun í kvöld um hvað við gerum.

ps. Eiginlega er ég mjög svekktur að hafa ekki enn fengið Ljóðabréfið í póstkassann minn. Ég hélt að ég væri kostunaraðili, ég hafði að minnsta kosti skráð mig! Ég kíki í póstkassann minn mörgum sinnum á dag og horfi alltaf jafn vonsvikinn inn í tómt pósthólfið.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.