Espergærde. Fötlun drengja

Ég las ágæta grein eftir ungan mann, Hauk V. Alfreðsson, í Kjarnanum í morgun (hér er greinin) þar sem hann bendir á þá fötlun, bæði fyrir einstaklinga og samfélag, ef 35% drengja sem útskrifast úr grunnskóla geta ekki lesið sér til gagns eins og nú er raunin. Þetta eru skelfileg tíðindi fyrir jafnstórkostlegt samfélag og Ísland er. Haukur bendir á þær persónulegu afleiðingar sem þessi vankunnátta og vangeta hefur í för með sér fyrir drengina. Ábyrgð foreldra er mikil og að vanrækja þann þátt uppeldis að kenna og efla börn sín í lestri finnst mér aumingjalegt og slappt.

72 km eru nú að baki í janúarmánuði og vantar 11 km til að ég nái markmiði mánaðarins.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.