Espergærde. Höfuðstaðurinn

Ég tala við sjálfan mig. Það er morgunn, nýr dagur. Lera Lynn syngur og leikur hérna á vinnustofunni og reynir að lyft mér upp, fá mig í betra skap. Ég er eitthvað þreyttur og pirraður af því afköst daganna hafa ekki verið eins ég hafði vonað. Nei, það er ekki það. Nei. Upp, upp mín sál og allt mitt geð. Upp mitt hjarta og rómur með …

Í gær þurfti ég inn í Kaupmannahöfn að hitta danska forleggjara í hádegismat og það var í sjálfu sér mjög fínt. Og í borginni, Kaupmannahöfn, er ánægjulegt að vera. Kannski flyt ég einn daginn inn til höfuðstaðarins, þar er annars konar líf en hér í smábænum og stórborgin hefur líka sinn sjarma.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.