Espergærde. Leiklýsing á sunnudegi.

Enn er kominn nýr dagur. Það er sunnudagur – skrýtið að ég óski þess að nú væri laugardagur – og öll fjölskyldan er frekar þreytt eftir fermingarveisluna í gær sem dróst langt fram á nótt. Fermingarveislur í Danmörku eru ekki veislur með brauðtertum og rjómatertum heldur gengur á með mat, mörgum ræðum og dansi. Þess vegna er ég frekar lúinn og hef ekki gert neitt sérstakt af viti annað en að ganga langan göngutúr til að hrista úr mér veisluslenið.

Ætli ég reyni ekki að sjá úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Ég hef gaman að horfa á fótbolta en ég veit svo sem ekki hvar ég finn sjónvarp til að horfa á leikinn. Jesper K. Thomsen hefur aðgang að leiknum en hann er of þreyttur eftir veisluna og nennir ekki að sitja yfir fótbolta, Henning er líka of slæptur. Kannski fylgist ég bara með á BET365. Þeir eru með leiklýsingu.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.