Hakuba. 23 tímum seinna

Ég hef verið á löngu ferðalagi og er rétt lentur í skíðabænum Hakuba í Japan eftir 23 tíma ferðalag. Það er kvöld hér og háttatími hinna japönsku og úti er dimmt. Á götunum er enginn snjór en þegar maður rýnir upp í fjöllin fyrir ofan bæinn sér maður skíðabrautirnar eru þaktar snjó. Á morgun, snemma, förum við upp í fjöllin.

Í fluginu tókst mér að klára bókina Grænmetisætuna sem var fín en hélt ekki alveg dampi eftir góða byrjun. Svo tókst mér að sjá þrjár kvikmyndir. Umdeilda danska kvikmynd sem heitir Hræðileg kona, mjög ópólitísk ókorrekt mynd sem var ágæt og hefur örugglega æst nokkra rétthugsandi. Ég sá líka frábæra kvikmynd sem byggð er á bók Ian McEwan Chesil Beach. Þetta var stórfín kvikmynd.

Ég var að hugsa um Ole Gunnar Solskjer og hvað það hlyti að vera gaman að fá samskonar símtal og hann fékk: „Hó Ole Gunnar, nennirðu að koma til Manchester og þjálfa Manchester liðið. Við erum búin að reka Mouriniho og við viljum að þú takir við.“

Ég væri til í að fá svona vasklegt samtal frá einhverjum hressilegum manni sem vill fá mig til að þjálfa Manchester eða eitthvað annað lið … t.d. Parma …. eða bara eitthvað skemmtilegt prójekt.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.