Espergærde. Neysla örvandi drykkja

Sú ákvörðun um að hætta að drekka kaffi á kvöldin hefur lengi blundað í mér en það hefur bara verið óljós hugsun, hálfgert muldur aftarlega í höfðinu á mér. Í gær vaknaði ég við þetta suð; nú hætti ég að drekka kaffi á kvöldin og athuga hvort ég sofi betur á næturnar. Ég hef nefnilega haft fyrir hálfgerðan sið að vakna um þrjú eða fjögurleytið og liggja vakandi í einn eða tvo klukkutíma áður en ég sofna aftur. Það er frekar þreytandi að vaka svona um miðjar nætur. En nú er því lokið ef marka má árangur tilraunar minnar með kaffineysluna eftir einn dag. Í gær drakk ég ekki kaffi seinnipart dags og í nótt svaf ég eins og grautur. Ég var gersamlega meðvitundarlaus frá miðnætti til klukkan tuttugu mínútur yfir sex.

Kannski var eitthvað annað sem olli þessum góða nætursvefni. Í gærdag sat ég fullkomlega einbeittur (gekk aðeins 2364 skref) í 14 tíma yfir verkefni mínu. Ég hreyfði mig ekki frá stólnum mínum. Kannski var ég bara örmagna eftir hina djúpu einbeitingu og því svaf ég svona vel og þar hafði neysla örvandi drykkja engin áhrif.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.