Ég er á leið til íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn. Númi er orðinn íslenskur ríkisborgari (og danskur) og nú ætlar hann að fá íslenskt vegabréf. Hann er aldeilis heppinn að vera orðinn Íslendingur, betra ríkisfang er varla hægt að fá.
Í gærkvöldi voru allt í einu 11 í mat, Signe, Jesper, Line, Kaisa … komu og það var settur upp kvöldmatur fyrir alla og undir þessari smáveislu fékk ég senda mynd á SMS af bókinni Stílæfingum, sem mig langaði svo mikið í, og nú er hún keypt handa mér og berst mér örugglega í lok vikunnar eða byrjun næstu. Yo!
