Espergærde. Séð fram í tímann.

Ég sá tvennt sem vakti athygli mína þegar ég opnaði íslensku dagblöðin í morgun. Bóksala á netinu hefur allt að tífaldast segja íslenskir útgefendur og ekki veitir af þegar sala í hinum steyptu bókabúðum nálgast frostmark. Ekki veit ég hvort bóksala færist í framtíðinni meira á netið en einu spái ég og ég er viss um að sú spá rætist: Storytell á eftir að verða mikilvægasti sölustaður íslensks efnis.

Hitt sem ég tók eftir – og þótti bæði frekar fyndið og vakti feimnishjartslátt í sjálfum mér – að sú bók sem ég þýddi síðast: glæpasagan Þögla stúlkan er komin út og hinn góði Pétur Már útgefandi og markaðsséni notar það sem sölupunkt, kannski í gríni, að það sé „verðlaunaþýðandinn Snæbjörn Arngrímsson sem snari bókinni yfir á íslensku.“ Ég er ekki viss um að hann selji margar bækur út á þennan punkt. En blaðafregnin um uppgang bóksölu á netinu er hér.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.