Fiatone, Ítalía.

Hingað til Ítalíu, hingað til Fiatone, hátt upp í fjallshlíð, berast stundum tölvupóstar frá hinum og þessum sem eiga erindi við mig. Mér finnst voða gaman þegar fólk á við mig erindi. Sumir hafa í tölvupóstum sínum fussað yfir þeim 8 góðu ráðum sem ég hafði lært af metsöluhöfundi til að verða metsöluhöfundur. Einn bréfritari var gífurlega ánægður með þessi ráð og tók þau öll til sín. „Nú get ég skrifað alþjóðlega metsölubók,“

Tveir bréfritarar bentu mér á að rithöfundur, íslenskur, hefði tekið þátt í samkvæmisleiknum sem ég setti á Kaktusinn fyrr í vikunni þar sem spurt var um ýmislegt varðandi lestarvenjur og lesefni fólks. Það var nú gaman að lesa svör hans við spurningunum sem ég lagði fram. Svörin birti hann á heimasíðu sinni. http://fjallabaksleidin.norddahl.org/

Ég get ekki hætt að hafa áhyggjur af framtíð íslenkra bókmennta. Mér þætti það stórkostlegt slys ef þjóðin, sem er svo vel menntuð, léti sökkva sér niður í andlega deyfð, bara vegna sinnuleysis. Hætti að styðja sig við bókmenntir til að mennta sig og efla sig á allan hátt. Ég er svo sannfærður um að nú sé síðasti sjens á að bjarga bókmenntum á Íslandi með því að styðja við barna- og unglingabókmenntir. Einn ágætur béfritari benti á að ritdómar væru á niðurleið: „Ég tek mark á ritdómum en ég held að nú í dag lesi þá fáir, bara einhverjir nördar, ein kona í bókabúð sagði mér að hún fengi aldrei fyrirspurn um bók eftir ritdómum. Er það ekki óttaleg synd?“ Jú, þetta eru vondar fréttir. Og bókaútgefendur á Íslandi þurfa að bregðast við þessu.

Hér á Ítalíu er mikil hreyfingaraktion. Við Lars gengum saman niður í stórmarkaðinn sem liggur í 7 km fjarlægð og 600 metrum nær sjávarmáli. Við gegnum hraustlega. Þessa 14 km gengum við á tveimur klukkutímum.

Hér hafa kokkar séð um kvöldmatinn, systur frá Korsíku. Þetta var góður matur og ég er svo saddur að ég get næstum ekki skrifað.

 

 

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.