Hvalfjörður. Erótísk skáldkona frá Vestfjörðum

Í gær skrifaði ég um íslenskar barnabækur hér á Kaktus og þau fagurfræðilegu viðmið sem lögð eru til grundvallar söguskrifunum hjá höfundum. Ég hafði varla ýtt á hinn svonefnda „enter“ takka þegar inn í pósthólfið á tölvunni læddist bréf frá ungri konu sem hefur bæði ritdæmt barnabækur, setið í verðlaunanefndum og á þar að auki börn á barnabókaaldri. Hún bregst við skrifum mínum á þennan hátt:

„Fagurfræðin í barnabókmenntum hefur á einhvern hátt þurft að víkja fyrir hraða og gríni, það er mín upplifun. Foreldrar, eins og ég, standa frammi fyrir því að þurfa að ýta bókum að börnum með gargandi sjónvarpið í bakgrunninum, tog frá tölvuleikjum og annarri afþreyingu. Hraði og skyndiánægja (hámhorf til dæmis) er það sem tröllríður huga barna. Það er gríðarlega erfitt að fá börn til að lesa í dag. Jafnvel þótt bókin sé skemmtileg og góð þá er erfitt að fá börnin til að lesa hana. Mörg börn lesa aldrei þyngri bækur en bækurnar um Kidda klaufa. Mig grunar að ungir höfundar séu á einhvern hátt að reyna að keppa við þennan hraða og asa í samfélaginu, margar bækur eru skrifaðar þannig.“

Svo mörg voru þau orð.

Og ég fékk annað bréf. Það var í morgun. Í bréfinu var mér bent á að á Íslandi sé líka erótísk skáldkona eins og vinkona mín í Danmörku. Hin íslenska kemur frá Patreksfirði og hefur nýlega sent frá sér bókina Hiti.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.