Kastrup.

Enn einn dagur. Ferðadagur, því ég er á leið til Íslands, Reykjavíkur. Ég var ekki alveg tilbúinn að leggja af stað í gær. Tölvan mín bilaði og ég neyddist til að henda allskonar dóti út af harða diskinum mínum og ég var logandi hræddur um að ég hefði hent því sem ég átti ekki að henda. Það var einhver órói í mér út af þessu í gærkvöldi. Tölvan virkar nú en ég veit ekki hvort ég hafi allt sem ég vil hafa hér inni í minni ágætu tölvu. Ég finn að ég og nútíminn erum ekki alveg í takti þessa dagana.

Ég ætla að muna að reyna að finna Tranströmer á Íslandi og svo langar mig líka að kaupa nokkrar af Íslendingasögunum í kilju. Ég átti heildarsafn Íslendingasagna en eins og svo margt annað í mínu lífi er það mér týnt og glatað.

Hvað er það sem ég skal afreka á Íslandi? Ég þarf að kíkja á bygginaframkvæmdir. Ég á tvo skipulagða fundi, jafnvel þrjá, en annað ég tek mér fyrir hendur fer eftir veðri og vindum.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.