Japan, Hakone. Á flótta í leigubíl

Við höfum kvatt Nikko. Komumst þaðan í gær þrátt fyrir að allar almenningssamgöngur lægju niðri vegna vatnsflóða. Það var stytt upp en víða lágu aurskriður á vegum og lestarteinum. Eina ráðið til að komast frá flóðasvæðum var að keyra í leigubíl 60 km leið til bæjar noður af Nikko. Þaðan komumst við með lest til Tókýó og þaðan áfram lá leið okkar í suð-suð-vestur til Hakone. Þar er mikil náttúrufegurð og skammt undan liggur hið magnaða Fujisanfjall. En hér höfum við bókað okkur inn á hálfgert Edduhótel  þeirra Japana. Hér eins og annars staðar sofum við á gólfinu, sitjum á gólfinu og borðum japanskan mat. Fjölskyldan er aðeins farin að láta sig dreyma um sófa, mjúka stóla, vestrænan mat og ekki síst gott kaffi. Maturinn er ekki til að kvarta yfir, bara dálítð mikið af einhverju sem maður veit ekki alveg hvað er og flokkast undir „nýtt bragð“. Við vöknuðum við jarðskjálfta (5,4 á Richter) klukkan 6 í morgun. Og

lesa meira Japan, Hakone. Á flótta í leigubíl