Bönnum hana/hann! Leggjum hana/hann niður!

Ég er stoltur af því að vera karlmaður. Ég er stoltur af því að vera miðaldra og hvítur. Ég er líka stoltur af því að vera Vesturlandabúi. Það fær mig enginn til að skammast mín fyrir neitt af þessu. Sama hversu oft mér er sagt það. Ég verð líka stolt gamalmenni ef mér heppnast að halda lífi í mér nokkur ár enn og verða gamall. Ef ég væri frá Japan, Gabon, Kína væri ég að sama skapi ánægður með það. Ég skammast mín ekki fyrir það sem ég er. Ég tilheyri engum sérstökum minnihlutahópi nema maður telji sig tilheyra minnihlutahópi af því að maður er með stórt nef, er langintes eða hefur áhuga á bókmenntum. En enginn af þessum minnihlutahópum hvorki krefjast eða njóta sérstakra forréttinda. Ég lít á mig sem manneskju.

Ég nefni þetta hér þar sem mér var bent á færslu á facebook í morgun sem fór frekar öfugt ofan í mig. Forsaga málsins er þessi: Ágæt kona hefur tekið sig til og opnað vefsíðu með fréttir um bókmenntir. Síðan heitir Bókaskápur Ástu S. og fer þessi starfsemi alveg hávaðalaust fram. Markmið Ástu er  að skrifa eina frétt á dag í 1000 daga. Hvers vegna hún er að þessu hef ég ekki hugmynd um. Í gær skrifaði svo Ásta um rithöfundinn Robert Galbraith og sögu hans/hennar á þessa vefsíðu. (Ég segi hennar/hans af tveimur orsökum.) Robert er ekki til í veruleikanum því það er JK Rowling sem hefur tekið sér skáldanafnið Robert Galbraith.

Þegar Rowling fór að skrifa glæpasögur hafði hún ætlað sér að sigla í skjóli dulnefnis og njóta þess að vera laus undan oki frægðarinnar sem hún hafði aflað sér með að skrifa um Harry Potter. En fyrir tilviljun tókst blaðamanninum India Knight fljótlega að fletta ofan af Rowling og þá líka Robert. Í skrifum sínum um Robert Galbraith/Rowling á vefsíðunni sinni í gær, hafði Ásta gert þau leiðu mistök  að halda að India var karlmaður og talað um blaðamanninn í karlkyni. Og þá kemur hin umrædda færsla á facebook:
“Þess má geta að blaðamaðurinn India Knight er kona. Þetta er ekki eina dæmið um svona kynjarugling í bókaskáp Ástu S. þar sem konur verða að körlum og eru þær nú nógu fáar samt í þessari annars ágætu mublu. Svona geta kynjagleraugun verið þung, mér skilst að Ástu finnist það a.m.k. stundum.”

Ég varð ég satt að segja nokkuð hissa yfir þessari athugasemd. Mér fannst hún  óverðskuldað. Það er hægt að skoða Bókaskáp Ástu S. út frá svo miklu skemmtilegra og meira uppörvandi sjónarhorni. Þetta er ónotalega neikvæð sýn. Og þetta er svo hlægilega smátt. Hvað er að?  Hvaða máli skiptir það þótt ekki sé talað um nákvæmlega jafn margar konur og karla? Snýst allt um það? Það er fjallað um bókmenntir og rithöfunda, góða, slæma, útlenda, innlenda, athyglisverða og minna athyglisverða.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.