Á morgun er ferðinni heitið til Óman sem er gamall draumur Núma. Við verðum í Óman yfir páskana. Við ferðumst um landið, upp í fjöllin, yfir eyðimörkina og inn í döðluekrurnar. Ég held að ég taki þýðinguna mína með og haldi áfram að þýða ef ég kemst til þess. Gott að hafa afrekað það að hafa þýtt í Óman.
Nú sit ég hér á skrifstofunni, nýbúinn að tapa í tennis, og bíð eftir að Jim sendi sinn næsta leik í blindskákinni. Jim lofaði að hringja í dag. Einhvern veginn er þessi dagur farinn að hverfast um blindskákina þótt dagurinn sé varla byrjaður. Einbeiting mín liggur þar. Vonandi hringir hann fljótt svo ég geti einbeitt mér að einhverju öðru.