Espergærde. Eiríkur og sjálft skáldið.

Ég ákvað að byrja morguninn á að setjast í skrifstofustólinn, halla mér aftur og hlusta á gamalt viðtal Eiríks Guðmundssonar við skáldið Hannes Pétursson í tilefni þess að fimmtíu ár voru liðin frá útkomu fyrsta kvæðasafns hans.

Í 53:26 mínútur sat ég með lokuð augu og hlustaði á skáldið og Eirík sjálfan. Heitir þetta ekki mindfulness í dag? “Ég hefði ekki orðið hamingjumaður hefði ég ekki getað ort.”

Af garðverkefni er það að frétta, því það eru nokkrir sem spyrja um það, að ég hef fengið ótrúlegt magn af mold sent með vörubíl. Nú er ég búinn að grafa tímunum saman svo pláss sé fyrir alla þessa mold í garðinum. Hér er að ofan er mynd af moldarhlassinu.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.