Espergærde. Guffo og stríðskötturinn Gattuso

Það rennur vatn á tveimur stöðum í húsinu heyri ég þar sem ég sit við morgunverðarborðið og bít í rúnstykki með osti. Andspænis mér situr litli strákurinn minn, Davíð, og vinnur verkefni fyrir skólann; fyrirlestur eða kynning á uglu. Ég get ekki hjálpa honum. Ég veit ekki svo margt um uglur.
Mitt framlag: „Guffo er ugla á ítölsku, þú skalt setja að inn,“ segi ég.
„Hvað græðir maður á því?“ spyr Davíð.
„Börnunum finnst örugglega gaman að vita það. Guffo er svo flott nafn, maður fer að brosa. Væri það ekki fínt í fyrirlestrinum að börnin færu að brosa.“
Davíð hristir hausinn.

Já, það rennur vatn á tveimur stöðum í húsinu á meðan ég sötra á morgunkaffinu. Númi er nefnilega í sturtu. Langri sturtu. Og svo keyrir uppþvottavélin á fullum krafti hér inni í eldhúsinu annars heyrist bara tölvupikkið þegar við Daf hömrum á lyklaborðin.

Í gær var herrakvöld hjá okkur. Númi brást okkur Daf að vísu, því hann fór til vinar síns sem var einn heima og gisti hjá honum. Þótt ótrúlegt megi virðast var það meira freistandi en herrakvöld á Söbækvej. Unglingur. Við Daf vorum frekar óheppnir. Ég hafði farið í búðina og keypt hamborgarabrauð og það sem til þarf fyrir hamborgaraveisluna. Þegar við komum heim úr búðinni uppgötvaði Daf að ég hafði alveg gleymt að kaupa nammi með kvikmynd kvöldsins. Við héldum því aftur af stað út í búð eftir að hafa sett vörurnar á sinn stað. Þegar við komum til baka frá búðinni, hlaðnir súkkulaði og lakkrís, beið okkar dapurleg sjón. Gattuso, stríðskötturinn okkar, hafði ráðist á hamborgarbrauðið og tekist að rífa upp plastumbúðirnar og setja tennurnar í hverja einustu hamborgarabollu sem við höfðum keypt. Grrrr.

Hann var ekki vinsæll, stríðskötturinn, og við urðum að fara aftur út í búð, því hamborgarar án hamborgarbrauðs eru ekki hamborgarar.

ps. Ég á ekki að borða nammi. Mér finnst nammi ekkert sérstaklega gott en þegar ég byrja að borða sælgæti stoppa ég ekki fyrr en mér er orðið illt í maganum. Fáránleg vitleysa.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.