Laugardagur og það er síðdegi; sem sagt laugardagssíðdegi. Ég sit inni í stofu og skrifa dagbók dagsins. Ég er nýkominn af tennisæfingu og myrkrið er skollið á og ég þarf að fara að búa til kvöldmat. Sus er á leið í afmæli hjá Anne Dorthe en við drengir ætlum að borða eitthvað karlmannlegt. Okkur þykir slíkur matur góður; kjöt, kartöflur og sósa.
Annars hefur mér verið hugsað til Kristjáns B. Jónassonar í dag. (Mér þótti Kristján alltaf svo efnilegur; hafa burði til að verða eitthvað mikilvægt.) Ég sá í gær ljósmynd af honum tala við Ásmund Helgason úti í horni í stóru rými. Myndin er tekin í einhverju samkvæmi. Mér fannst þetta sorgleg ljósmynd. Mér finnast mennirnir oft sorglegir.