Ég las viðtal í morgun við Lindu Knausgård, sænsku skáldkonuna sem skrifaði Velkomin til Ameríku. (Bókin kom út í fyrra í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur.) Þetta var að sumu leyti óvenjugott viðtal því blaðamaðurinn náði að láta þagnirnar milli Lindu og blaðamannsins tala. Linda virtist ekki vera sérlega áhugasöm um að ræða við blaðamanninn og því var samtal þeirra hálfþrúgað af þögnum. Mér fannst þetta áhugavert viðtal og myndin af Lindu Knausgård sem fylgdi með viðtalinu var svo viðeigandi. Nú hef ég fengið bókina hennar Lindu senda því viðtalið vakti áhuga minn á bókinni – á íslensku – og hana ætla ég að lesa þegar ég er búinn að lesa Kim Leine, Kalak sem er ansi góð (og vel þýdd hjá Jóni Halli.)

Ég hef verið við garðyrkjustörf í allan dag. Klippti limgerði. Mig langaði að spila tennis en ég fékk engan til að spila við mig. Súrt.