Espergærde. Útitröppurnar.

Laugardagur og sunnudagur. Þetta eru helgardagar og báðir þessir dagar hafa farið í að byggja nýjar útitröppur. Tröppurnar sem hafa verið fyrir framan útihurðina frá því við fluttum í húsið fyrir bráðum 14 árum voru orðnar nokkuð slitnar og lúnar svo við ákváðum að byggja nýjar útitröppur með annars konar tré. Og nú er ég búinn að smíða eftir að hafa staðið yfir verkefninu ásamt hagleiksmanninum Henning félaga mínum. Tveir dagar að baki og árangurinn er eitt stykki útitröppur.

Fyrir og eftir myndir sem eru svo vinsælar. Hér eru útitröppurnar mínar sýndar fyrir og eftir smíðahelgina.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.