Frankfurt. Tímaskortur er ekki til

Ég sat andspænis norskum manni í gær á veitingastað (það sat líka norskur maður við hliðina á mér) hér í bankaborginni Frankfurt. Stundum finnst mér erfitt að skilja norsku, sérstaklega á háværum veitingastað. Í gær var ég sérstaklega leiður yfir því hvað norsk tunga getur gefið frá sér óskýr hljóð, því maðurinn andspænis mér hafði svo margt að segja sem vakti áhuga minn. Það er því miður of sjaldan sem maður fær tækifæri til að kíkja inn í hið áhugaverða hjá fólki.

Norski maðurinn, sem gefur út bækur eins og ég, sagði mér frá að hann og kona hans höfðu ákveðið að opna hús sitt fyrir tveimur flóttamönnum frá Sýrlandi. Þeim ofbauð eymdin og vildu leggja sitt af mörkum til að létta neyð samferðafólks síns. Hann sneri sér því til yfirvalda í heimabæ sínum og sagði að hann og kona hans væru tilbúin að bjóða tveimur flóttamönnum að búa á heimili sínu. Eftir tölverða ringlureið hjá stjórnvöldum (því svona tilboð koma ekki til valdastofnana á hverjum degi) voru fjórir Sýrlendingar sendir til fjölskyldunnar til að búa í nokkrar vikur meðan fólkið beið eftir varanlegum dvalarstað. Vikurnar urðu að heilu ári þar sem Sýrlendingarnir lögðu undir sig íbúðina (því þeir urðu á endanum 5 og höfðu gjarnan gesti sem dvöldu vikum saman). Þetta var ótrúleg frásögn af lífi fjölskyldu með flóttamönnum sem varla töluðu ensku, gátu ekki skrifað og áttu erfitt með að skilja hina vestrænu menningu. Sýrlendingarnir eru ekki fluttir út en það gera þeir þann fyrsta desember. Og á meðan á öllu þessu stendur hefur maðurinn skrifað doktorsritgerð, varið hana og stýrt bókaforlagi sínu.

Nú hef ég enga afsökun, nú get ég ekki skýlt mér á bak við skort á tíma. Það bíða óunnin verkefni  í röðum í hausnum á mér.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.