Fyrsti dagur messu að baki. Hér er mikið swing, margar áhugaverðar bækur, margt fjörugt fólk. Búinn að gera milljón dollara samninga. Yo! Þegar ég kem heim hef ég margt að lesa.
Það eina sem skyggði á þennan ágæta messudag var þegar mín góða samstarfskona Charlotte kom af fundi með einum fulltrúa íslensku forlagana. Þaðan kom hún með hina undarlegustu sögu um skrif mín hér á Kaktusinn. Ég varð satt að segja hálfargur að heyra hvernig orð mín í minni litlu dagbók voru sveigð á hinn versta veg og flutt bjöguð þessa stuttu leið frá Íslandi til Frankfurt.