Franskbrauðsmissirinn

Í morgun, þegar ég var nýkominn út úr tennishöllinni frá tennisleik morgunsins (ég vann!) barst mér ábending frá einum félaga mínum um að 1000 Íslendingar eigi nær allt eigið fé einstaklinga í íslensku atvinnulífi. Þetta var frétt. Hmm, hugsaði ég. Það er ótrúlegt, það hljómar ekkert sérstaklega réttlátt. En hvað er við því að gera? Þjóðnýta fyrirtækin svo allir eigi jafnt? Og í hverju liggur óréttlætið? Hefur þetta fólk stolið þessum eignum eða fengið eignirnar á óheiðarlegan hátt? Ég veit ekki hvernig maður bregst við, svo stærri hluti þjóðarinnar geti eignast stærri hluta af eiginfé fyrirtækja.

Við morgunverðarborðið í morgun vakti athygli mína að Númi talar um barndóm sinn sem liðna tíð: „Ég missti alveg af því að borða franskbrauð í barndómi mínum,“ tilkynnti hann þegar hann horfði á heilsukost morgunborðsins.

 

 

dagbók

2 athugasemdir við “Franskbrauðsmissirinn

  1. Hvað með ristabollurnar? Var Núma og þeim bræðrum aldrei boðið upp á þær, nema þegar Pallabakarí var starfandi á Söbækvej? Þetta er svakalegt að heyra en Núma verður bættur skaðinn í sumar ef hann gerist kostgangari í Pallabakaríi. Þar er alltaf boðið upp á franskbrauð, að minnsta kosti annað slagið. Bestu kveðjur, onkel Palle

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.