Rusl flýtur með straumnum

Mér verður stundum hugsað til orða pólska skáldsins Zbigniew Herbert: „Ef þú vilt komast til uppsprettunnar verður þú að synda á móti straumnum. Það er bara rusl sem flýtur með straumnum.“ Ekki skil ég alveg hvers vegna þessi lína hefur sótt á mig síðustu daga, fyrir utan hvað hún er flott, og sennilega er staðhæfingin rétt. En ég hef verið, það sem á mínu heimili kallast stundum, með böggum hildar.

Kannski er eins gott að Sus komi til mín í Hvalfjörðinn í dag. Bókarhöfundurinn fer þá að sinna einhverju öðru en bókakynningu,  ritstörfum og bóklestri.

ps. ég ákvað að taka frí frá langhlaupum dagsins og fara þess í stað í innkaupaleiðangur til Akraness svo eitthvað sé í ísskápnum þegar Sus kemur. Nú er líka leiðindarok hérna í Hvalfirðinum. (Auðvitað hleyp ég líka í roki en nú hef ég þessa fínu afsökun því ég þarf líka brátt að keyra af stað til Keflavíkur þar sem flugvélin frá Kaupmannahöfn lendir.)

dagbók

Ein athugasemd við “Rusl flýtur með straumnum

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.