USA, Portland. Iðnaðarhúsnæði

Síðustu ár hefur ákveðinn draumur fylgt mér. Nótt eftir nótt er ég að gera upp niðurnítt iðnaðarhúsnæði. Alltaf sami draumurinn, þar sem ég er í hörmulegum vandræðum með að koma þessu óreiðufulla húsnæði í horf. Það er hátt til lofts og rýmið er óendanlega stórt. Oft er vatn á gólfum. Þessi draumur er í takt við að ég hef alltaf leigt húsnæði sem kallast mætti hrátt og draslaralegt; Grettisgata, Vesturgata, Bræðraborgarstígur. Eiginlega ætti ég að flytja hingað til Portland því hér eru stórglæsilegar byggingar þar sem möguleikar á endurbyggingu og lagfæringum eru óendanlegir.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.