Espergærde. Tómatsósa

Við sátum og þögðum við borðið, gamla eldhúsborðið. Einhver hafði haft fyrir því að tína blóm og setja í lítinn glervasa sem stóð mitt á milli okkar. Svo var það tómatsósuflaskan, þessi hræðilega ljóta tómatósuflaska sem alls ekki átti heima við hlið vasans. Á þessu fallega heimili. Við þögðum lengi og hann hallaði sér fram – augun voru hálflokuð, gráa hárið var feitt eftir langa legu á koddanum – og néri saman höndum. Hann vildi láta mér líða vel.

„Hefurðu smakkað tómatsósu,“ sagði hann og rétt lyfti fingrinum í átt að tómatsósuflöskunni. Hann langaði til að við töluðum saman. Ég mátti ekki fara á mis við að hafa bragðað tómatsósu.

Hvað átti ég að segja? Átti ég að segja eitthvað um tómatsósu?

 

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.