Espergærde. Vandi bóklesarans.

Í ljósi þess sem gerðist í gær og alls þess sálarböls sem það kostaði mig fór ég eldsnemma á fætur í morgun. Ég var komin niður rétt upp úr sex, þótt ég væri þreyttur (ég var í veislu í gær). Í einverunni í morgun áttaði ég mig á að minn stærsti vandi þessa daganna er hvaða bók ég á að lesa því ég er með svo margar í gangi.
1. Nýja bók Jo Nesbøs sem heitir Kongeriget. Þetta er krimmi sem er aldeilis vel saminn og skrifaður. Eiginlega les í Nesbø til að læra af honum. Hann er í mínum huga algjör meistari spennusagnanna. Þetta er frábærlega vel skrifuð bók og ég skemmti mér við lesturinn.
2. Ég les Dag Solstad, Tredje og sidste roman om Bjørn Hansen. Ég er einn af fáum sem finnst Dag Solstad skemmtilegur. Hann er svo skrýtinn og flippaður og ég kann vel að meta þennan furðulega húmor.
3. Ég hlusta á Harry Potter og Fönixreglan. Ég les Harry Potter til að læra af höfundinum. Og er algjör aðdáandi JK Rowling. Mér finnst hún hafa skapa ótrúlegt meistaraverk með Harry Potter og ég reyni að finna lykilinn að snilldinni.
4. Ég les Jules Verne, Ferðin að miðju jarðar. Þá bók les ég í tengslum við það sem ég er að skrifa.
5. Ég var að klára að hlusta á Stikilsberja-Finn Mark Twain á íslensku. Ég reyni að hlusta á fleiri bækur á íslensku. Tungumálið!
6. Og svo var ég að byrja á Graham Swifts Here We Are sem ég las svo góða dóma um! Og ég hlakka annars mjög til að hlusta á þá bók þótt hún sé á ensku.

Þetta var smáskýrsla um lestrarstöðuna.

ps. Svo fékk ég mynd af fyrsta lesanda Dularfullu styttunnar og drengsins sem hvarf.

Hó. Fyrsti lesandinn!

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.