Reykjavík. Nýtt alþjóðlegt listaverk í burðarliðnum.

Fyrsti dagur í Reykjavík og ég var fyrstur á fætur af öllum á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Ég gekk út fyrir allar aldir og tók myndir af kirkjuturnum í göngufæri við Hjarðarhaga á meðan enginn annar í höfuðborginni hafði opnað augun. Að vísu mætti ég fólki á göngu minni, en það voru allt gestir næturinnar á leið heim. Sumir köstuðu ölvuðum kveðjum til mín og vildu fá mig með sér á einhvern stað sem var hulinn áfengisþoku og enginn þeirra sem ég átti tal við var í ástandi til að kljúfa þokuna til að finna fyrirheitnastaðinn. Ég hélt því ótrauður áfram göngu minni milli kirkjuturna. Mörgum kann ef til vill að þykja þetta fánýt iðja snemma laugardagsmorguns að mynda kirkjuturna, með sínum þungu krossum. Mér finnst það ekki. Ég get upplýst af einlægni að ég var djúpt sokkinn í verkefni mitt og fullur gleði. Að fara á fætur snemma á myrkum laugardagsmorgni til að mynda upplýst krossmörk er akkúrat það sem

lesa meira Reykjavík. Nýtt alþjóðlegt listaverk í burðarliðnum.