Upphaf hjónabands tveggja einstaklinga getur stundum verið svo ótrúlegt að ekki einu sinni hugmyndríkasti skáldsagnahöfundur með öllum sínum sköpunarkrafti getur ímyndað sér upphafsferlið, sagði þýski rithöfundurinn Thomas Mann þegar sonur hans Klaus kom í heiminn. Það var þann 18. nóvember í miklum vetrarstormi í München.
Thomas Mann eignaðist sex börn með vellauðugri konu sinni Katiu Pringsheim og var Klaus annað barn þeirra. hjóna.