172 hjartaslög á einni mínútu.

Ég jók hraðann þegar um það bil 2 km voru eftir af langhlaupi dagsins eftir Strandvejen. Ég geri þetta alltaf, án umhugsunar. Ég bara spretti ósjálfrátt úr spori. Ég er eins og hestur, hugsaði ég. Þeir taka alltaf á sprett þegar þeir nálgast heimili sitt eftir langan útreiðartúr.

Þegar birtir hleyp mína leið á jöfnum hraða – oft móður og másandi og velti fyrir mér hvers vegna ég sé að pína mig svona dag eftir dag með langhlaupum sem gera mig úrvinda – en svo segir Garmin úrið mitt, sem ég hef um úlnliðinn, ping og þá á ég að spretta úr spori. Stundum eru sprettirnir 20 sekúndna langir, stundum heil mínúta, stundum margir með stuttri hvíld á milli …. En það er Garmin úrið sem sendir mig af stað í spretthlaup með svipu sinni og togar í tauminn þegar ég á að hægja á mér.

En svo gerist það að ég sé hilla í heimilið eða kannski finn ég bara heimilislyktina og þá ræður Garmin ekkert við mig. Ég herði mig, hleyp hraðar þannig að þegar ég á endanum stekk upp tröppurnar á Søbækvej er ég alveg að þrotum kominn. Samkvæmt Garmin slær hjartað í mér 172 slög á mínútu.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.