Murakami, Ishiguro & 3 lömb.

Þegar Haruki Murakami skrifaði bókina Norwegian Wood (bókin sem gerði hann að frægum rithöfundi) dvaldi hann á lítilli eyju við Grikklandsstrendur. Frá skrifstofuglugganum þar sem hann sat við ritstörf gat hann daglega fylgst með hópi kinda á beit  fyrir utan. Á hverju einasta degi settist Murakami niður við gluggann til að skrifa og til að fylgjast með athöfnum sauðfjárins. „Það var ekki svo að mér þættu kindurnar hjálpa mér við að skrifa söguna heldur fannst mér nærvera þeirra mjög upplyftandi og hvetjandi. En ég tek það fram að í bókinni Norwegian Wood kemur ekki ein einasta rolla fram.“

Ég segi frá þessu hér því að ég hef tekið upp á því í síðustu tveimur bókum mínum að kalla þrjú hvít lömb fram á sviðið. Þrjú hvít lömb hafa einhverja óljósa merkingu fyrir mér – ég segi óljósa því ég get ekki skýrt nákvæmlega hvað þau merkja en ég skynja hina mystísku merkingu þeirra – og þar að auki finnst mér þrjú lömb svo myndræn á sögusviðinu.

ps. Ég tók eftir því að í nýjustu bók sinni Klara and the Sun, lætur Kazuo Ishiguro einnig þrjár kindur birtast rétt fyrir lokasenuna.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.