Vico del Gargano. Ullarnærbuxurnar

Það er svo margt sem ég dáist að hér á Ítalíu. Þótt ég sé nánast í Norður-Afríku (Suður-Ítalía minnir mjög á Norður-Afríku) eða í miklu fátækari hluta Evrópu, þá eru margir hér ótrúlega hallærislega smartir. Sólgleraugu og svart hár, gljáandi af hárgeli, er standardinn hjá ungu mönnunum; gullkeðjur og armbönd. Ég varð því heldur undrandi, þegar ég gekk á eftir manni í supermarcado í morgun, sem var á allan hátt toppsmartur, og tók eftir að hann klæddist ullarnærbuxum. Ég trúði ekki mínum eigin augum. En eftir nánari athugun sá ég að maðurinn var ekki í ullarnærbuxum sem náðu upp fyrir gallabuxurnar (buxurnar  voru að sjálfsögðu með réttum tískugötum) heldur var hann svona hrikalega loðinn á rassinum að rasslokkarnir líktust ull og klifruðu upp fyrir beltisstrenginn.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.