Hvalfjörður. Samtal um lengingu dags

„Það er ótrúlegt hvað daginn lengir hratt þessa dagana. Í næstu viku er dagurinn næstum klukkutíma lengri en í dag.“
„Það er kannski ekkert ótrúlegt, þetta er bara venjuleg sínusbylgja,“ sagði nærstaddur verkfræðingur.
„Þetta er að vísu ekki sínusbylgja, heldur er þetta cosinusbylgja,“ sagði annar nærstaddur verkfræðingur.
Ég hugsaði þetta aðeins en komast að því að mér var svo sem alveg sama hvers konar bylga þetta væri. Á morgun er sólarupprás klukkan 9:42 þar sem ég er staddur í heiminum og sólin sest klukkan 17:41.

Í kvöldljósinu frá mánanum er fjörðurinn fallegur og nú fer ég brátt að sofa. Ég hef ekki haft tíma til að sinna einverustörfum eins og dagbókarfærslur eru því hér í Hvalfirði hefur verið gestkvæmt.
Gestalisti:
Lars og Pia og August og Cecilia.
Sandra, Steinþór, Agla og Styrmir
Einar Falur og Inga
Palli Vals, Bogi Þór Siguroddsson, Guðni Fransson.

Á morgun fer ég sennilega inn til Reykjavíkur.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.